og þetta byrjaði allt saman á fjallinu.... réttar sagt móskarðshnjúkum þann 7.október síðastliðinn í góðu veðri á sunnudegi...
eða á ég kannski að byrja á hinum endanum?
ég kom heim frá rússkí á miðvikudaginn. ferðin var í einu orði sagt himnesk, æðisleg og mögnuð. úbbs, 3 orð. st.pétursborg er þvílíkt falleg og hrein og vingjarnleg borg að orð fá því varla lýst. mér leist nú ekkert alveg á blikuna þegar ég mætti ein eldsnemma morguns á leifsstöð og á móti mér tók hópur eldri borgarar á leið í pílagrímsferð til land pelsa og matrjúska (babúska fyrir ykkur sem ekki vitið betur). jæja jæja. flugvélaheppnin mín var með mér þar sem ég fékk heila sætaröð útaf fyrir mig þegar við flugum til Helsinki. Alveg merkilegt með sætaheppnina mína, klikkar nærri því aldrei!
ég arkaði útúr flugvélinni og stökk á næsta mann með úfnar auganbrúnir og leigubílaskírteini. hann lóðsaði mig um undirheima og menningu finnlands og helsinki og að lokum skilaði mér á einhvern fiskmarkað við höfnina. það blés vel í en ég lét það ekki aftra mér frá því að finna búð með ofsalega fallegri finnskri hönnun og splæsti á mig jólamúmmínsnáðabollann í ár. ég í frekar mellowskapi eftir að ég var búin að rölta aðeins um bæinn, gæða mér á eðal muffu og fá synjun á kreditkortið mitt í leikfangaversluninni þar sem ég ætlaði að kaupa ALLAR jólagjafirnar... þegar ég sá...
HogM!!!!
ég varð ofsa glöð og hljóp í átt að búðinni eins og þar væri fyrirheitna landið. ég hafði einungis klst áður en ég þurfti að leggja af stað upp á flugvöll og kort sem ekki virkaði en ég lét slag standa og réðst á fataslárnar.
á klst tókst mér að finna og máta 2 skyrtur, 4 kjól, 3 buxur, stígvél, 2 boli, 2 frakka og 5 peysur. ég fjárfesti í cirka helmingnum af þessu og mér til mikillar gleði fór kortið í gegn. kannski vegna þess að ég fór með litla bæn þegar stelpan straujaði það.
áfram hélt ferðin og nú varð það AirRussia sem tók við. reyndar verð ég að fá að monta mig af því að hafa verið svona sniðug að nýta tímann og fara niður í bæ og ná að versla, ég sá heldri konurnar öfunduðu mig af pokaflóðinu mínu... múhahahaha.


ég arkaði útúr flugvélinni og stökk á næsta mann með úfnar auganbrúnir og leigubílaskírteini. hann lóðsaði mig um undirheima og menningu finnlands og helsinki og að lokum skilaði mér á einhvern fiskmarkað við höfnina. það blés vel í en ég lét það ekki aftra mér frá því að finna búð með ofsalega fallegri finnskri hönnun og splæsti á mig jólamúmmínsnáðabollann í ár. ég í frekar mellowskapi eftir að ég var búin að rölta aðeins um bæinn, gæða mér á eðal muffu og fá synjun á kreditkortið mitt í leikfangaversluninni þar sem ég ætlaði að kaupa ALLAR jólagjafirnar... þegar ég sá...
HogM!!!!
ég varð ofsa glöð og hljóp í átt að búðinni eins og þar væri fyrirheitna landið. ég hafði einungis klst áður en ég þurfti að leggja af stað upp á flugvöll og kort sem ekki virkaði en ég lét slag standa og réðst á fataslárnar.
á klst tókst mér að finna og máta 2 skyrtur, 4 kjól, 3 buxur, stígvél, 2 boli, 2 frakka og 5 peysur. ég fjárfesti í cirka helmingnum af þessu og mér til mikillar gleði fór kortið í gegn. kannski vegna þess að ég fór með litla bæn þegar stelpan straujaði það.
áfram hélt ferðin og nú varð það AirRussia sem tók við. reyndar verð ég að fá að monta mig af því að hafa verið svona sniðug að nýta tímann og fara niður í bæ og ná að versla, ég sá heldri konurnar öfunduðu mig af pokaflóðinu mínu... múhahahaha.

þannig ég var mætt ein til rússlands með eldri borgum. já og farangurinn minn týndist. gleði. en þetta lagðist vel í mig. ævintýrið var hafið. fyrsta sem vakti gleði mína var yfirfull lada sport á rúntinum og svo óaðfinnanlegu vændiskonurnar á annars ágæta hótelinu okkar.

næstu dagar fóru í skipulagðar skoðunarferðir með hópnum þar sem við sáum: virki péturs og páls, einhverjar hallir, sögufrægustu staðina sem og gömlu höfuðstöðvar KGB, hallir, mafíuna og kirkjur og fleiri hallir. ofsalega fróðlegt og skemmtilegt. ég ætti kannski að hætta að dissa skipulagðar ferðir svona mikið. það eru ákveðin þægindi í því að vera skúbbað upp í rútu og svo bara rúntað á meðan maður er mataður af upplýsingum. talandi um að vera mataður, ég fékk tvisvar sinnum ekta rússneska máltíð and i must say, not too shabby. stroganoffið var fínt, blinis var fínt, "pastað" ekki svo spes og "brússska" ágætt. og vodki og bjórinn eðal að sjálfsögðu.


borgin heillaði mig alveg uppúr skónum. sérstaklega líka þegar við fórum að sjá ekta rússneska dansa í "vertu rússi um stund", mjör túrista en mjög skemmtilegt.

og svo gerðist svoldið óvænt.
ég var ekki lengur 1.
ég varð sigga+_________.
allt í einu varð ég sigga í sögufrægu borginni að iða af rómantík og keleríi og holding hands og deila mat og knúsast og kela og út að borða kl.2 um nóttina.... oh já gott fólk. ég fékk heimsókn.


viltu heyra söguna?
útskrift næstu helgi og semi rólegheit þessa......
siggadögg
-sem fékk 7 rauðar rósir sendar í vinnuna í gær og dansar um á bleiku skýi-
7 ummæli:
Sigginn minn, þú ert engri lík og that is why I luv you!!! Hlakka til að heyra í þér á morgun og heyra aaaaaallt!!!!
Velkomin heim :)
Sunna
Mér finnst þetta alveg ógurlega skemmtilegt blogg :)
Úúúú- mig langar í meiri sögu skvísa!!
Gaman að heyra að þú er glöð sætust!!
Kv. Rósalind
you go girl
Svala er med allt i utskriftina fra kana landinu
Já alveg rétt, fær maður ekki gjafalista frá þér ;)
gjafalistinn er on his way!
:)
(og í ár verður ekki ósk um draumaprins :)
eg er en ad bida eftir afmaelis og jolalistanum 2007 hello r u slow
Skrifa ummæli